2015 er gildra
ljóðagallerí í eigu Ingólfs Gíslasonar og lomma

Ljóð

„Oooo, þetta vildirðu,”
segir stóra systir
þegar ég
ber mig aumlega
út af ógleðinni;
„Þú valdir það sjálf
að láta barna þig!”

„Það sagði enginn
að þetta væri alltaf auðvelt,”
segir sama systir
þegar ég tala um
frekju í krílinu
og óþægð.

Hin systirin
hlær bara
hálf kvikindislega
og talar um karma;
segir mér
hvað ég hafi verið
skelfilegt barn;
eiginlega
hafi þeim verið
meinilla við mig
fram undir fermingu.

Miklir mannvinir, þær systur,
og samúðarfullar.

Smelltu hér til að fræðast meira um 2015 er gildra