2015 er gildra
ljóðagallerí í eigu Ingólfs Gíslasonar og lomma

Ljóð

á miðri musterishæðinni
undir hornsteini heimsins
sem er rammaður inn í marmara og gull

er galopin gröf eða pyttur
þar sem sálir feðranna marsera hring
eftir hring við einn eilífðar sorgarsálm

þarna þramma ísak og ísmael saman
meðan þeir bíða hins hinsta dags með abel
og kaín adam og abraham jakobi jósefi og mósesi
jósúa davíð salómoni heródesi og júdasi makkabeusi

jóhannesi jesúsi og múhameð spámanni
nokkrum nafngreindum englum af karlkyni
ásamt persneskum keisurum rómverskum landstjórum
hellenskum kóngum kalífum krossförum soldánum
og útvöldum nútíma harðstjórum liðnum og lífs

Smelltu hér til að fræðast meira um 2015 er gildra