2015 er gildra
ljóðagallerí í eigu Ingólfs Gíslasonar og lomma

Broskall

Hann kom inn
    með hníf í vinstri hendi.

Hann reið hestinum mínum
    upp í mót.
        Ég reið hestinum mínum
                niður í mót.

Hann

Upp í mót.
    Niður í mót.

    Kom inn,

Hesturinn minn hneig niður.

        með hníf í hægri hendi.

Hann reið hestinum mínum upp í mót.
    Við vorum helluð.

            Hann hljóp út á engið.

Hesturinn minn hneig niður
    þegar hann reið honum upp í mót.
        Hesturinn minn hneig niður
        þegar við vorum helluð.

Með hníf í hendi
    braut hann gluggann.

        Hann hljóp út á opið engið.

Hann tók hestinn minn
    og fór
        upp í mót.
            Hesturinn minn hneig niður.

Með hníf í vinstri hendi
        kom hann inn.

Við fórum niður í mót,
    hesturinn og ég.

Hann var með hníf í vinstri hendi.
    Hann kom inn,
    útganga um gluggann,
    með hnífinn í hægri hendi.

Hann fór með hestinn minn upp í mót.
    Ég fór með hestinn minn niður í mót.
    Hesturinn hneig niður.
    Hesturinn minn hneig niður.

Hann var með hníf í hendi þegar hann kom inn
    Hann var með hníf í hendi þegar hann fór
        út á engið
        hann braut gluggann.

Hesturinn minn hneig niður
    af því að
        ég fór með hestinn minn upp í mót
    og hann fór með hestinn minn niður í mót.

Smelltu hér til að fræðast meira um 2015 er gildra